Desemberuppbót ellilífeyrisþega

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:31:56 (1418)

1998-11-30 15:31:56# 123. lþ. 29.1 fundur 113#B desemberuppbót ellilífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:31]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Mér finnst afar athyglisvert að hv. þm. skyldi koma hér upp og verja sérstaklega þessa skattahækkun í Reykjavík. Það var afar sérstakt að hv. þm. skyldi verja að komið sé aftan að launþegum eins og þarna er gert. Það sýnir bara að þingmanninum er ekki alveg sjálfrátt. Það skiptir máli hverjir ganga á svig við hagsmuni launþeganna, ekki að það skuli vera gert heldur hverjir gera það.