Fjármögnun heilbrigðisþjónustu

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:39:43 (1423)

1998-11-30 15:39:43# 123. lþ. 29.1 fundur 114#B fjármögnun heilbrigðisþjónustu# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:39]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Svo þröngsýnir mega menn ekki vera og ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir að setja þessa hægri stefnu Sjálfstfl. fram jafnómengaða og hann gerði. Hann á vissulega þakkir skildar fyrir það.

Veruleikinn snýst um það hvort menn vilja fjármagna samfélagsþjónustuna með því að leggja skatta á þá sem mikið hafa eins og mig og hann eða hvort menn ætla að leggja skatta á þá sem síst skyldi, þ.e. sjúklingana sem neyðast til þess að leita þjónustunnar. Hér er komið að grundvallaratriðum í pólitík og hæstv. ráðherra svaraði ekki þeirri spurningu minni hér áðan sem var aðalatriðið: Er þetta stefna ríkisstjórnarinnar og hvernig mun hún birtast á næstu dögum af hálfu hæstv. ríkisstjórnar?