Fjáraukalög 1998

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:10:22 (1692)

1998-12-07 14:10:22# 123. lþ. 34.1 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:10]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga um að greiða öllum innlendum verðbréfafyrirtækjum og bönkum þóknun fyrir þátttöku þeirra í sölu á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og raunar sem undirverktökum hjá því fyrirtæki sem var verið að selja, þ.e. Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Með öðrum orðum, honum er falið að selja sjálfan sig og kalla síðan til aðstoðar ýmsa verðbréfasjóði sem opinberlega hafa lýst því yfir og hælt sér af því að hafa verið stórtækir í kaupum á þessum banka og notað til þess ýmsar aðferðir, m.a. söfnun kennitalna. Þetta er auðvitað leikhús fáránleikans og viðskiptasiðferði sem ég tek ekki þátt í og segi því nei við þessari tillögu.