Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:20:24 (1725)

1998-12-07 15:20:24# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:20]

Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Eðlilegt væri að flestir ráðherrar, ef ekki allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, væru viðstaddir þessa mikilvægu umræðu, bara almennt séð. Hins vegar er mér mjög til efs að ráðherrarnir botni mikið í þessu máli. Ég varð ekki var við annað hér í haust en að hæstv. heilbrrh. skildi hvorki upp né niður í þessu frv., sem er komið í annað sinn frá ráðuneyti heilbrigðismála. Það varð ekki séð.

Ég sé út af fyrir sig ekki hvað það bætir að hæstv. dómsmrh. komi vegna einhvers frv. sem ekki er komið fram í þinginu. En auðvitað ættu allir ráðherrarnir að vera hér til þess að reyna að læra eitthvað í þessum málum, þó ekki væri nú annað.

Virðulegur forseti. Ég held að málið snúist um það að við erum að ræða löggjöf sem á að bíða, frv. sem á að bíða umræðu, frekari umræðu, þangað til búið er að afgreiða sem lög frá Alþingi væntanlegt boðað frumvarp um persónuvernd og vernd persónuupplýsinga. Það er kjarni málsins.