Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:31:36 (1731)

1998-12-07 15:31:36# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:31]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill í þriðja sinn árétta að hér fór fram umræða um störf þingsins kl. hálftvö við upphaf þingfundar, einmitt um það mál sem hér er sérstaklega nefnt til sögu. Þá höfðu hv. þingmenn enn fremur samkvæmt þingsköpum tök á að gera athugasemd við þá dagskrá sem nú er unnið eftir. Það er því ekki í valdi forseta, þingsköpum samkvæmt, að breyta þeirri dagskrá sem hér er unnið eftir. Mun hann því auðvitað halda henni áfram, enda hefur forseti ekki litið þannig á að verið sé að gera athugasemdir við stjórn hans á þessum fundi í samræmi við þá dagskrá sem þegar liggur fyrir. (Gripið fram í.) Það er búið að svara því nú þegar. Þeim boðum hefur verið komið til hans. Það er á valdi forseta og það hefur forseti gert samviskusamlega.