Formennska í sjávarútvegsnefnd

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 13:42:07 (1850)

1998-12-09 13:42:07# 123. lþ. 36.91 fundur 151#B formennska í sjávarútvegsnefnd# (aths. um störf þingsins), MF
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[13:42]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir þau orð sem komu frá hæstv. forseta rétt áðan. Þetta mál snýst ekki um persónuna, hv. þm. Kristin H. Gunnarsson, heldur um það samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu um það að stjórnarandstaðan hefði formennsku í þremur nefndum. Ef það samkomulag er ekki lengur til staðar er rétt að það komi þá fram á fundum með þingflokksformönnum og ég vildi beina því til hæstv. forseta að hann kallaði saman þingflokksformenn til þess að taka málið fyrir. Ef stjórnarliðar hafa tekið þá ákvörðun að ekki sé lengur um þetta samkomulag að ræða þarf það bara að koma formlega fram. Það snýst ekki um þá persónu, hv. þm. Kristin H. Gunnarsson, sem hér um ræðir, sem getur vafalaust sinnt þessu hlutverki vel, heldur um það samkomulag sem gert var.