Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:23:47 (1875)

1998-12-09 15:23:47# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:23]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Sú spurning vaknar hvort meiri hlutinn er að reyna að plata þingið vitandi vits eða sjái ekki í gegnum blekkingarnar sem hann er fóðraður með. Það finnst mér kjarnamál á þessari stundu. Það sem hér er borið fram af talsmanni meiri hlutans er aldeilis með ólíkindum. Ég hef í huga það að meiri hlutinn gerir ráð fyrir því að inn í grunninn fari heilsufarsupplýsingar, erfðafræðiupplýsingar og ættfræðiupplýsingar og þetta verði samkeyrt. Eina öryggið í þessu er síðan tölvunefnd. Það á að taka erfðafræðiupplýsingarnar sér til geymslu, svo á að samkeyra og tölvunefnd síðan að bera alla ábyrgð. Hvernig getur tölvunefnd gert það? Tölvunefnd er engin töfralausn. Þetta gengur ekki upp. Upplýsingarnar verða persónugreinanlegar um leið og farið er að samkeyra erfðafræðiupplýsingar við annað, þá verða þær persónugreinanlegar. Það kemur fram í 3. gr. frv. 7. lið:

,,Erfðafræðilegar upplýsingar: Hvers kyns upplýsingar sem varða erfanlega eiginleika einstaklings.``

Þetta blasir við hverjum manni en meiri hlutinn skilur það ekki.