Beiðni um fundarhlé

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:07:18 (2293)

1998-12-15 14:07:18# 123. lþ. 41.93 fundur 172#B beiðni um fundarhlé# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:07]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það er varla hægt að túlka ummæli hæstv. forseta á annan veg en þann að meiri hlutinn á Alþingi hafi fyrir fram hafnað því að teknar yrðu upp viðræður við talsmenn minni hlutans um þetta mál ... (Gripið fram í: Um þinghaldið.) um þinghaldið, til að heyra röksemdir okkar í málinu þannig að menn geti ræðst við. Þessu er hafnað. Hæstv. forseti. Þessi vinnubrögð og þetta ofbeldi hlýtur að hleypa öllu þinghaldinu í uppnám og tefla þinghaldinu fram til jóla í mikla óvissu. Ég lýsi furðu yfir þessum vinnubrögðum og þessari afstöðu.