Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 15:19:31 (2316)

1998-12-15 15:19:31# 123. lþ. 41.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[15:19]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil spyrja hv. þm. Ágúst Einarsson, hvaða mat hefur hv. þm. á hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og Ástu R. Jóhannesdóttur sem leggja einmitt til þá leið sem við erum að fara hér. Þetta er samdóma álit okkar í heilbrn. þar sem við föllumst á þá hugmynd sem kom fram hjá minni hlutanum að betra væri að aðgengi okkar vísindamanna færi fram með þessum hætti en ekki gegnum aðgangsnefnd heldur skyldi samið sérstaklega um aðgengi okkar vísindamanna við heilbrigðisstofnanir og við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn sem hluta af endurgjaldi. Það kemur skýrt fram í brtt. að starfrækslunefndin svokallaða á að gæta hagsmuna vísindamanna í þessum samningum og það skal semja. Virðulegur forseti. Ekki er hægt að gera þetta betur en þetta. Við höfum fallist á tillögu, aðra af tveimur tillögum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar og Ástu R. Jóhannesdóttur, sem hv. þm. Ásta R. Jóhannesdóttir var einmitt að viðurkenna áðan, sem betur fer, að þau hafi lagt til. (ÁRJ: Að yrðu skoðaðar.)