Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:33:57 (2465)

1998-12-17 11:33:57# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:33]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég lýsi ánægju með það að frv. um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði er komið til lokaafgreiðslu. Það hefur aldrei leikið nokkur vafi á því í mínum huga að þetta mál er óvenjulegt og það byggir á djörfum hugmyndum. Ég sé hins vegar ekki þær hættur sem andstæðingar málsins hafa haft mörg orð um í umræðunni. Persónuvernd er tryggð. Aðgengi vísindamanna almennt að upplýsingum innan heilbrigðiskerfisins verður betra. Sérleyfið er umdeilanlegasti þáttur málsins en réttlætanlegt vegna kostnaðar og vegna þeirrar þjónustu sem verðandi sérleyfishafi mun veita stjórnvöldum. Ég tel rétt að setja þessi lög og þar með að opna fyrir nýtingu á sjúkraupplýsingum til framfara á heilbrigðissviði til að bæta heilsu einstaklinga og heilbrigðisþjónustuna. Ég segi já.