Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 17:23:11 (2621)

1998-12-18 17:23:11# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[17:23]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ekki hefur verið bent á aðra kosti en þessa þrjá ef dóminn á að túlka með þeim hætti sem hv. þm. gerði. Ef hv. þm. kann hins vegar einhverja leið aðrar en þessar þrjár til þess að mæta dómnum væri fróðlegt að heyra það. Hann hefur haft talsverðan tíma til þess að koma þeim sjónarmiðum á framfæri og ekki nýtt hann til þess. En það er það sem fólkið er að bíða eftir, fólkið í landinu er að bíða eftir því hvað hann segir. Hann er búinn að gagnrýna, gott og vel, hann má gera það, en fyrst það er ekki ein af þessum þremur hlýtur það að vera einhver önnur og hann hlýtur að geta sagt frá því hvaða leið það er.