Frumvörp um almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 10:02:38 (2688)

1998-12-19 10:02:38# 123. lþ. 46.91 fundur 181#B frumvörp um almannatryggingar# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[10:02]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í dag hefst þingfundur á því að tekið verður fyrir stjfrv. um almannatryggingar. Það er 365. mál á þskj. 531. 19. mál á þskj. 19 er frv. til laga um sambærilegt mál nema hvað þar er farið fram á að tryggt verði í lögum að sú framkvæmd sem í dag er viðhöfð, þ.e. að láta tekjur maka skerða bætur almannatrygginga, verði ekki látin viðgangast. Það hefur komið fram hjá færustu lögfræðingum að það stenst ekki stjórnarskrána. Það stenst ekki alþjóðasáttmála. Ég vil benda hæstv. forseta á að þetta mál er enn til umræðu í þinginu, þ.e. þingmál mitt sem gengur lengra en stjfrv. Umræðu er ekki lokið. Ég fer fram á það við hæstv. forseta að málið komi á dagskrá um leið og mál hæstv. ráðherra, að umræðu um það mál verði lokið um leið og það fari til nefndar um leið.

Ég krefst þess hér með að þetta mál komi á dagskrá. Það var mælt fyrir því 12. október. Það ber málsnúmerið 19 og er á þskj. 19. Nú á að taka fyrir mál sem gengur mun skemur á þskj. 531. Ég fer fram á það hér með, herra forseti, að þessi mál verði rædd samhliða.