Frumvörp um almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 10:05:42 (2691)

1998-12-19 10:05:42# 123. lþ. 46.91 fundur 181#B frumvörp um almannatryggingar# (aths. um störf þingsins), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[10:05]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja störf þingsins með langri ræðu um þetta mál. Ég kem hingað fyrst og fremst til þess að taka undir þessa ósk hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur. Það mál sem hún nefnir flutti hún fyrr á þinginu. Málið er þannig statt að það er í miðri umræðu, umræðunni var frestað vegna þess að hæstv. heilbrrh. gat ekki komið til umræðunnar, ef ég man rétt. Hér er um að ræða skyld mál, nánast sömu málin, samanber 2. gr. í því frv. sem við erum að fara að ræða hér á eftir og hæstv. heilbrrh. leggur fram. Ég tel einboðið, herra forseti, að ef það mál verður ekki rætt með stjfrv. þá verði það tekið á eftir, því verði lokið og komið til nefndar alveg eins og stjfrv. sem eins og þingheimur veit er að koma á næstsíðasta degi þingsins til umræðunnar.

Þessu vildi ég koma á framfæri, herra forseti.