Bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 23:55:19 (2849)

1998-12-19 23:55:19# 123. lþ. 47.24 fundur 279. mál: #A bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum# (gjaldskrár o.fl.) frv. 151/1998, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[23:55]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að sérsmíðaðar keppnisbifreiðar verði undanþegnar vörugjaldi. Eins og ég gat um áðan í umræðunni eru atvinnutæki, tæki bænda og flutningstæki sem flytja landsbyggðinni nauðsynjar með 30 og 65% vörugjaldi. Hér er lagt til að leikföng manna, sem eru að skemmta sér, upp á 5--10 millj. verði undanþegin vörugjaldi. Ég segi nei.