Ferill 49. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 49 — 49. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um virðisaukaskatt.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvert hefur hlutfall virðisaukaskatts af innlendri starfsemi verið í heildarinnheimtu virðisaukaskattsins árlega sl. átta ár?
     2.      Hvaða skýringu hefur fjármálaráðherra á lækkandi hlutfalli virðisaukaskatts af innlendri starfsemi? Eru áform um að bregðast við þeirri þróun?
     3.      Er ætlunin að herða eftirlit með virðisaukaskattsskilum gjaldskyldra aðila, m.a. til að sporna við innskattssvikum? Ef svo er, hvernig?
     4.      Er ástæða til að ætla að um aukin virðisaukaskattssvik sé að ræða? Eru áform um að gera könnun á því hvort svo sé og hvers vegna?
     5.      Er ráðherra sammála því mati sem fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar í maí sl. að fjölgun starfsmanna við skatteftirlit muni fljótt skila sér í aukinni og bættri innheimtu? Ef svo er, er það ætlunin að fjölga í starfsliði við skatteftirlit og skattrannsóknir?
     6.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeim ábendingum um virðisaukaskattskerfið sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá maí 1998?


Skriflegt svar óskast.