Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 90 — 90. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um breyttar reglur um örorkumat.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvað er hæft í fréttum um að yfir standi á vegum ráðuneytis og/eða Tryggingastofnunar endurskoðun á lagaákvæðum um örorkumat?
     2.      Er tilgangur þeirrar vinnu að skilgreina „félagslega örorku“ sem nýtt hugtak og aðgreina hana frá annarri örorku, sbr. 12. gr. laga um almannatryggingar?
     3.      Er það skoðun ráðherra að umtalsverður fjöldi einstaklinga sé nú metinn öryrkjar og þiggi bætur sem ekki uppfylla ákvæði 12. gr. almannatryggingalaga og ætti að flokkast sem „félagslegir öryrkjar“?
     4.      Hver ber ábyrgð á því ef stórfelld mistök hafa orðið við örorkumat á undangengnum árum og mikill fjöldi einstaklinga þiggur örorkubætur frá almannatryggingum sem ekki ætti að fá þær?
     5.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að fram fari opinber rannsókn á mistökum í örorkumati ef það er skoðun hans að slík mistök hafi verið gerð?
     6.      Hyggst ráðuneytið hafa samráð við sveitarfélög ef líkleg niðurstaða af breyttum reglum um örorkumat er að útgjöld flytjist frá almannatryggingum yfir á sveitarfélög?


Skriflegt svar óskast.