Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 166  —  164. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um aukna skuldbindingu B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna aukins hluts dagvinnulauna í heildarlaunum opin­berra starfsmanna.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvað er gert ráð fyrir að ákvæði kjarasamninga opinberra starfsmanna um aukinn hlut dagvinnulauna í heildarlaunum opinberra starfsmanna muni auka skuldbindingu B-deild­ar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga mikið? Hve mikið hækkar nauðsynlegt iðgjald vegna þessa?
     2.      Er gætt jafnræðis á milli starfsmanna ríkisins sem greiða í A- og B-deild við framkvæmd þessa ákvæðis þannig að laun starfsmanna í B-deild lækki miðað við laun starfs­manna í A-deild þar sem lífeyriseign þeirra fyrrnefndu vex við breytinguna en þeirra síðarnefndu ekki?
     3.      Verður gætt jafnræðis við ákvörðun viðbótarlauna skv. 2. mgr. 9. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, þannig að þeir starfsmenn sem greiða til B-deildar fái lægri viðbótarlaun en þeir sem greiða til A-deildar vegna aukinnar lífeyris­eignar þeirra fyrrnefndu?

Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Þessi fyrirspurn var borin fram á síðasta þingi (674. mál). Í svari ráðherra kom fram að ekki lægju fyrir nægilegir útreikningar til að svara fyrirspurninni á viðhlítandi hátt en að þeir mundu liggja fyrir á haustdögum. Því er fyrirspurninni nú aftur beint til ráðherra.