Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 342  —  220. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um sektaraðgerðir við vegaeftirlit.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu oft hefur sektaraðgerðum verið beitt við vegaeftirlit sl. þrjú ár? Hver er sektarfjárhæðin alls, sundurgreint eftir árum? Svar óskast sundurliðað eftir bifreiðaflokk­um og notkunarsviði.
     2.      Hve oft hefur sektarákvæðum verið beitt vegna of langs viðverutíma ökumanna við akstur sl. þrjú ár? Hve há er sektarfjárhæðin samtals? Á hvaða landsvæðum hefur sektaraðgerðum verið beitt? (Fjöldi tilvika sundurliðaður eftir umdæmum.)


    Í tilefni af fyrirspurninni var óskað eftir upplýsingum frá öllum lögreglustjórum um heild­arfjölda mála vegna brota á ákvæðum X. kafla umferðarlaga (flutningur, hleðsla, þyngd og stærð ökutækja) og brota á reglum um akstur á hvíldartíma ökumanna. Upplýsingum þessum er ekki haldið til haga eftir bifreiðaflokkum eða notkunarsviði. Eftirfarandi tafla hefur að geyma upplýsingar um heildarfjölda mála, skipt eftir umdæmum lögreglustjóra, á árunum 1996 og 1997 og það sem af er þessu ári. Hvað varðar fjárhæðir sekta í þessum málaflokkum eru þær upplýsingar ekki til tölvutækar og verður þeirra ekki aflað nema með því að athuga hvert og eitt mál en til þess gafst ekki tími innan þess frests sem svari við fyrirspurninni var gefinn.

Brot gegn X. kafla umferðarlaga Brot gegn reglum um akstur og hvíldartíma
EMBÆTTI 1996 1997 1998 1996 1997 1998
Sýslumaðurinn á Akranesi *
7 4
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
vantar
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
10 6 5 1 5 7
Sýslumaðurinn í Búðardal *
0 0
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
5 12 1 0 1 0
Sýslumaðurinn í Bolungarvík *
1 0
Sýslumaðurinn á Ísafirði *
69 8
Sýslumaðurinn á Hólmavík *
4 3
Sýslumaðurinn á Blönduósi
3 13 3 4 7 1
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
3 2 6 1 2 2
Sýslumaðurinn á Siglufirði *
0 0
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
0 1 2 0 2 3
Sýslumaðurinn á Akureyri
vantar 143 137 vantar 7 26
Sýslumaðurinn á Húsavík *
3 0
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
vantar
Sýslumaðurinn í Neskaupstað *
1 0
Sýslumaðurinn á Eskifirði
5 8 7 0 0 0
Sýslumaðurinn á Höfn
2 0 0 0 0 0
Sýslumaðurinn í Vík
0 1 0 0 0 0
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum *
18 0 0 0
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
10 3 0 0 5 1
Sýslumaðurinn á Selfossi
17 15 11 3
Sýslumaðurinn í Keflavík *
115 29
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
13 24 32 0 0 2
Sýslumaðurinn í Kópavogi *
134 38
Lögreglustjórinn í Reykjavík
166 183 299 4 53 114
* Hér er um að ræða heildarfjölda mála í báðum flokkum árin 1996–98.