Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 458  —  1. mál.
Breytingartillagavið frv. til fjárlaga fyrir árið 1999.

Frá Ögmundi Jónassyni, Hjörleifi Guttormssyni,


Kristínu Ástgeirsdóttur og Steingrími J. Sigfússyni.Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við 08-206 Sjúkratryggingar.
    1.35 Tannlækningar          810,0     263,7     1.073,7

Greinargerð.


    Lögð er til hækkun til samræmis við áhrif af breytingum á 37. gr. almannatryggingalaga sem lagðar eru til í frumvarpi sem flutt er af þingmönnum þingflokks óháðra í þskj. 17. Þar er gert ráð fyrir hærra greiðsluhlutfalli hins opinbera í tannlækningakostnaði og auk þess er aldursviðmiðun breytt gagnvart unglingum.