Ferill 334. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 619  —  334. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.

(Eftir 2. umr., 19. des.)

1. gr.

    Lokamálsliður skilgreiningar hugtaksins „Vinnsluskip“ í 2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting um borð á heilum eða hausskornum fiski, heilfryst­ing rækju eða suða á rækju og skelfiski teljast ekki vinnsluskip í skilningi laga þessara.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22., 26. og 28. gr. laganna:
     a.      Á undan orðunum „afla fiskiskipa“ í 1. mgr. 22. gr. kemur: ferskum.
     b.      Í stað orðanna „verksmiðjuskipum og frystiskipum“ í 3. mgr. 22. gr. kemur: og vinnsluskipum.
     c.      Í stað orðanna „vinnsluskipi eða frystiskipi“ í 1. mgr. 26. gr. kemur: eða vinnsluskipi.
     d.      Í stað orðanna „verksmiðjuskipum og frystiskipum“ í 1. mgr. 28. gr. kemur: og vinnsluskipum.

3. gr.


    Í stað orðanna „Þar til IV. og V. kafli laga þessara taka gildi“ í ákvæði til bráðabirgða með lögunum kemur: Til og með 31. desember 1999.

4. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði a-liðar 2. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. apríl 1999.