Ferill 417. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 690  —  417. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um skipun stjórnar Íbúðalánasjóðs.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.     1.      Hvað réð því að enginn einstaklingur úr flokkum eða samtökum stjórnarandstöðunnar, sem munu bjóða fram í komandi alþingiskosningum, var skipaður af félagsmálaráðherra til fjögurra ára í stjórn Íbúðalánasjóðs, eins og eðlilegt væri miðað við það að Alþingi kaus hlutfallskosningu til stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins (forvera Íbúðalánasjóðs)?
     2.      Réðu þröng flokkspólitísk sjónarmið þeirri ákvörðun ráðherra að velja eingöngu flokksbundna framsóknar- og sjálfstæðismenn, auk þingmanns utan flokka, í þessa mikilvægu stjórn?
     3.      Ber að líta á þessa stjórnarskipan ráðherrans sem upphaf að nýju verklagi hjá félagsmálaráðherra, eða ríkisstjórninni allri, þegar vald er fært frá Alþingi til framkvæmdarvaldsins, þ.e. ráðherra, í ljósi þess að fram að þessu hafa ráðherrar litið til vægis flokka á Alþingi þegar þeir hafa fengið heimildir til að skipa í nefndir og ráð sem undir þá heyra (sbr. Landssíminn, Íslandspóstur, Búnaðarbankinn og Landsbankinn)?