Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 707  —  431. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um úrskurð Kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríkisins.

Frá Sighvati Björgvinssyni.



     1.      Hver eru heildarmánaðarlaun, þ.e. grunnlaun að viðbættum föstum yfirvinnu- eða álagsgreiðslum, sem greidd eru æðstu embættismönnum ríkisins samkvæmt úrskurði Kjara­dóms?
     2.      Við hvaða tímakaup er miðað þegar yfirvinnugreiðslur eru ákveðnar fyrir hvern og einn hóp?
     3.      Í hvaða tilvikum er heimilt að greiða yfirvinnu samkvæmt reikningi umfram þá yfirvinnu sem ákveðin er sem hluti fastra mánaðarlauna?
     4.      Hvaða aðilum heimilar Kjaradómur ekki að greitt sé fyrir yfirvinnu, hvorki í formi fastra mánaðarlauna né samkvæmt staðfestum reikningum?


Skriflegt svar óskast.