Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 815  —  503. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um rekstrarleyfi gagnagrunns á heilbrigðissviði.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.     1.      Hvenær verður auglýst eftir umsækjendum um rekstrarleyfi gagnagrunns á heilbrigðissviði?
     2.      Samrýmist veiting rekstrarleyfis til eins tiltekins aðila samkeppnislögum og EES-rétti?
     3.      Verður gerð og rekstur gagnagrunnsins boðinn út á Evrópska efnahagssvæðinu?
     4.      Er þörf á rekstrarleyfi til eins tiltekins aðila í ljósi tilskipunar ESB nr. 96/9/EC frá 11. mars 1996 um lögverndun gagnagrunna?


Skriflegt svar óskast.