Ferill 414. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 919  —  414. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um alþjóðleg viðskiptafélög.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, EOK, VS, GMS, ÁRÁ, ÁE, PHB).



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „hefur starfsleyfi skv. II. kafla þessara laga og stundar viðskipti sem kveðið er á um í III. kafla“ komi: og hefur starfsleyfi skv. II. kafla þessara laga.
     2.      Við 5. gr. Á eftir orðunum „svo fljótt sem unnt er“ í 3. mgr. komi: og eigi síðar en þremur mánuðum.
     3.      Við 11. gr. Lokamálsliður 2. mgr. falli brott.
     4.      Við 22. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi.
     5.      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Viðskiptaráðherra skal fyrir árslok 2001 leggja fram skýrslu á Alþingi um áhrif lag­anna á íslenskt efnahagslíf.