Ferill 609. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1163  —  609. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um breytingar á vélarstærð skipa.

Frá Ólafi Erni Haraldssyni.



     1.      Hvaða vinnureglur liggja til grundvallar þegar veitt er heimild til breytingar á skráðri vélarstærð skipa samkvæmt reglugerð nr. 143/1984?
     2.      Hvaða skip (nafngreind) hafa fengið heimild til breytingar á vélarstærð frá því að reglugerðin tók gildi, hvenær fengu þau heimild (dagsetningar) og hver var vélarstærð þeirra (kW) fyrir og eftir breytingu?
     3.      Hve mörgum og hvaða skipum (nafngreindum) hefur verið synjað um breytingu á skráðu afli aðalvéla skipa, hvenær var þeim synjað (dagsetningar) og hvaða forsendur og vinnureglur hafa legið að baki synjuninni?


Skriflegt svar óskast.