Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1224  —  455. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um útlán Byggingarsjóðs verka­manna.

     1.      Hver voru árleg heildarútlán Byggingarsjóðs verkamanna á árunum 1990–98, framreiknuð til núgildandi verðlags?
    Heildarútlán Byggingarsjóðs verkamanna á árunum 1990–97 voru sem hér segir, fram­reiknuð miðað við vísitölu neysluverðs til verðlags í mars 1999. Þegar þetta er ritað liggja tölur um fjárhæðir lána árið 1998 ekki fyrir:

1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr.
Á verðlagi hvers árs
3.775 4.743 5.307 4.597 4.055 3.639 3.549 2.458
Á verðlagi í mars 1999
4.787 5.631 6.074 5.055 4.393 3.876 3.697 2.515

    Athygli er vakin á því að tölur þessar taka einnig til lánveitinga vegna endursöluíbúða í félagslega lánakerfinu.

     2.      Hvernig skiptust þessi lán, framreiknuð til núgildandi verðlags, eftir sveitarfélögum ár hvert?
    Eftir nákvæma skoðun málsins hjá Íbúðalánasjóði hefur komið í ljós að ekki er unnt að fá upplýsingar úr tölvukerfum Íbúðalánasjóðs/Húsnæðisstofnunar ríkisins og Veðdeildar Landsbanka Íslands um skiptingu lánveitinga Byggingarsjóðs verkamanna á téðu tímabili eftir sveitarfélögum. Hér verða því gefnar upplýsingar um skiptingu lána sjóðsins, annarra en til endursöluíbúða, á tímabilinu miðað við landshluta (kjördæmi). Fjárhæðir og skipting lána árið 1998 liggja ekki fyrir þegar þetta er ritað. Skipting veittra framkvæmdalána Bygg­ingarsjóðs verkamanna til íbúðarbygginga eða íbúðarkaupa árin 1990–97 var sem hér segir eftir landshlutum:


1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997
1990–
1997
Fjöldi lána:
Reykjavík
324 116 380 83 246 180 252 102 1.683
Reykjanes
218 137 314 100 115 163 39 40 1.126
Vesturland
20 12 22 8 14 3 19 2 100
Vestfirðir
21 2 13 4 7 15 0 1 63
Norðurland vestra
20 17 15 9 10 2 0 0 73
Norðurland eystra
111 86 67 54 41 28 31 58 476
Austurland
54 28 25 20 3 2 3 1 136
Suðurland
54 25 55 16 19 5 3 0 177
Samtals
822 423 891 294 455 398 347 204 3.834
Hlutfallsleg skipting: % % % % % % % % %
Reykjavík
39,4 27,4 42,6 28,2 54,1 45,2 72,6 50,0 43,9
Reykjanes
26,5 32,4 35,2 34,0 25,3 41,0 11,2 19,6 29,4
Vesturland
2,4 2,8 2,5 2,7 3,1 0,8 5,5 1,0 2,6
Vestfirðir
2,6 0,5 1,5 1,4 1,5 3,8 0,0 0,5 1,6
Norðurland vestra
2,4 4,0 1,7 3,1 2,2 0,5 0,0 0,0 1,9
Norðurland eystra
13,5 20,3 7,5 18,4 9,0 7,0 8,9 28,4 12,4
Austurland
6,6 6,6 2,8 6,8 0,7 0,5 0,9 0,5 3,5
Suðurland
6,6 5,9 6,2 5,4 4,2 1,3 0,9 0,0 4,6
Samtals
100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0