Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 10:44:05 (239)

1999-06-15 10:44:05# 124. lþ. 5.3 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 124. lþ.

[10:44]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki einn af hvatamönnum þessara breytinga, síður en svo. Ég hef oft bent á það í umræðu um þessi mál að ég vil skoða málin heildstætt og meta misvægi ekki aðeins í atkvæðum heldur einnig í aðstöðu einstaklinga og byggðarlaga. Þau byggðarlög sem eru fjærst stjórnsýslunni eiga á marga lund erfiðar uppdráttar en þeir sem eru mjög nærri henni, eins og hér á suðvesturhorninu. Þetta misvægi atkvæða hefur því ekki angrað mig mjög. Ég hefði viljað skoða þetta heildstætt.

Verði hins vegar ráðist í breytingu þá vil ég jafnframt eins og ég gat um áðan gera tvennt í senn: Að gera landið að einu kjördæmi samtímis því að ráðist yrði í breytingar á stjórnsýslunni og til sögunnar kæmi nýtt stjórnsýslustig með eins konar fylkjafyrirkomulagi.