Atvinnuréttindi útlendinga

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 18:19:10 (3808)

2000-02-01 18:19:10# 125. lþ. 53.2 fundur 261. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (undanþágur) frv. 41/2000, GÖ
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[18:19]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að fagna þessu frv. sem hæstv. félmrh. hefur lagt fram. Við þekkjum vel af hverju þetta mál er hér komið og mér finnst hæstv. félmrh. hafa brugðist mjög skjótt við. Ég legg líka til að frv. fái tiltölulega skjóta meðferð í félmn. þar sem mjög brýnt er að taka á þessum málum því að þetta er svo sannarlega tilraun til að stemma stigu við þeirri þróun sem á sér stað. Og við vonum náttúrlega að þær konur sem hafa dansað við súlu fari ekki fram á þjóðdansaleyfi, við skulum því halda vöku okkar í málinu. Ég fagna þessu frv. og tel mjög mikilvægt að ráðherra geti sett reglur til að skilgreina nánar þessi störf og við förum að gera þessi mál sýnilegri sem ekki hefur mikið verið talað um.