Ábúðarlög

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 20:27:43 (3829)

2000-02-01 20:27:43# 125. lþ. 53.6 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[20:27]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vissulega getur hv. landbn. skoðað það atriði sem hv. þm. nefnir, þ.e. þegar einstaklingar eða aðrir en ríkið eiga í hlut. Ég vil hafa það alveg klárt að mín skoðun er að mikilvægt er, þegar ríkið á í hlut, að þar fari fram formleg úttekt. En nefndin fer nú yfir þetta.

Síðan vil ég þakka hv. þm. þann stuðning sem hann ætlar að sýna í sauðfjársamningunum. Ég segi eins og Kári Sölmundarson: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Ég fagna þeirri mikilvægu yfirlýsingu og lýsi því yfir að ég vona að þeir samningar sjái dagsins ljós sem allra fyrst. Alla vega vinnur nefndin nú hratt að því að klára samningana gagnvart sauðfjárbændum þannig að þar líti dagsins ljós langtímasamningur sem skilað gæti þeirri búgrein fram á veginn á nýrri öld, sem að mínu mati hófst um síðustu áramót.