Skráning og mat fasteigna

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 17:57:20 (4076)

2000-02-07 17:57:20# 125. lþ. 57.9 fundur 290. mál: #A skráning og mat fasteigna# (Landskrá fasteigna) frv. 47/2000, 281. mál: #A þinglýsingalög# (Landskrá fasteigna) frv. 45/2000, 285. mál: #A brunatryggingar# (Landskrá fasteigna) frv. 40/2000, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[17:57]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherra svörin. Ég skildi þetta kannski í upphafinu þannig, en mér finnst aftur á móti dálítið dularfullt að hvergi skuli vera minnst á annað en fasteignir í þessum frv. Í þinglýsingabókum er ýmislegt fleira en fasteignir og hefði verið ástæða til að það kæmi fram hvort meiningin væri að þær þinglýsingar á slíku andlagi sem þar væru þinglýstar gætu farið fram annars staðar en í heimahéraði, því að ég tók eftir því í frv. um breyting á þinglýsingalögum að skjal sem er afhent í röngu umdæmi geti kallað á það að málinu verði vísað frá af viðkomandi sýslumanni.