Endurskoðun skattalöggjafarinnar

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:41:30 (4175)

2000-02-09 15:41:30# 125. lþ. 60.3 fundur 157. mál: #A endurskoðun skattalöggjafarinnar# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:41]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Þessi fyrirspurn frá hv. varaþm. Árna Gunnarssyni, fyrrv. formanni ungra framsóknarmanna, er mjög skiljanleg. Hún sýnir líka óþolinmæði ungra framsóknarmanna í garð ríkisstjórnarinnar. Ungir framsóknarmenn telja að Framsókn þurfi að fara í naflaskoðun vegna samstarfs síns við Sjálfstfl., m.a. vegna skattamála. Ja, bragð er að þá barnið finnur, eins og þar stendur.

Núverandi ríkisstjórn er sannarlega skattpíningarstjórn. Hún hælir sér af miklum afgangi á fjárlögum og að efnahagsstjórn sé í besta lagi. Breytingar í skattamálum er látið kyrrt liggja, samanber skattleysismörk. Beinir skattar sem eru að langstærstum hluta skattar af tekjum og eignum einstaklinga hafa hækkað úr 8,2% af vergri landsframleiðslu árið 1987 í 16,8% árið 1988. Þeir hafa sem sagt hækkað jafnt og þétt í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattleysismörkin hafa ekki hækkað, þau eru nú í kringum 63--64 þúsund en ættu að vera 80 þúsund hefðu þau fylgt hækkun verðlags og launa.

Herra forseti. Ég skil mjög óþolinmæði framsóknarmanna í þessum málum.