Landsvirkjun

Fimmtudaginn 10. febrúar 2000, kl. 13:53:32 (4216)

2000-02-10 13:53:32# 125. lþ. 61.5 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 125. lþ.

[13:53]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. sé í orðaleik í sambandi við þetta mál. Það sem um ræðir er að þetta kerfi sem er nú þegar til staðar geti komið að meira gagni en er í dag. Miðað við það hvernig fyrirtækið Landsvirkjun er upp byggt og m.a. ýmis skattfríðindi sem það býr við og hefur verið nefnt í umræðunni verður ekki hægt að koma þessu fjarskiptakerfi í notkun þannig að vel fari nema með því að lagabreyting eigi sér stað um Landsvirkjun. Svo einfalt er málið. Þess vegna er frv. lagt fram og það er einlæg von mín að það verði að lögum.