Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:41:01 (4342)

2000-02-15 15:41:01# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:41]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur ekki komið fram með nein rök til að hrekja niðurstöðu hinna sænsku lækna við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Í öðru lagi fannst mér þingmaðurinn bera fram mjög ómálefnalegar ástæður fyrir andstöðu sinni. Þingmaðurinn fjallaði um einelti í íslenskum skólum og reyndi að tengja það við ólympíska hnefaleika. Í öðru lagi reyndi þingmaðurinn að tengja saman Parkinsonsjúkdóm Múhameðs Alí við ólympíska hnefaleika. Múhameð Alí var vissulega hnefaleikamaður en hann stundaði ekki ólympíska hnefaleika heldur atvinnumannahnefaleika. Hafi hann borið skaða af þeirri íþróttaiðkun sinni þá var það ekki af ólympískum hnefaleikum. Það verður ekkert sannað um skaðsemi þeirrar íþróttar út frá því dæmi. Þar fyrir utan getur þingmaðurinn engar sönnur fært á að Múhameð Alí þjáist af Parkinson vegna íþróttaiðkunar sinnar. Mér er ekki kunnugt um að nein niðurstaða liggi fyrir um það efni.