Atkvæðagreiðsla um skýrslubeiðni

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 13:45:49 (4399)

2000-02-16 13:45:49# 125. lþ. 64.92 fundur 316#B atkvæðagreiðsla um skýrslubeiðni# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 125. lþ.

[13:45]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég tek undir þá gagnrýni sem kom fram hjá hv. þm. Margréti Sverrisdóttur og óskir þingmannsins um skýringar á því að þessi beiðni um skýrslu skyldi tekin út af dagskrá. Eðlilegt er að kannað sé hvort mál séu þinglega rétt. Hins vegar hafa þeir 11 þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum á þingi lagt nafn sitt við tillöguna sem gengur út á að afla upplýsinga fyrir Alþingi í mikilvægu máli sem er til umræðu, að fá sem gleggstar upplýsingar um ráðstöfun og vegferð aflaheimilda á undanförnum árum. Út á það gengur þessi beiðni.

Hæstv. forseti Alþingis hefur gefið til kynna að þessi beiðni verði tekin til afgreiðslu á morgun og er gott til þess að vita þótt ég ítreki gagnrýni mína að þetta mál skuli hafa verið tekið út af dagskrá í dag.