Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 11:24:44 (4447)

2000-02-17 11:24:44# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[11:24]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við ræðu hv. 3. þm. Norðurl. v. að bæta. Ég var ekki að karpa um jarðgangagerð á milli landshluta. Ræða mín gaf ekkert tilefni til þess. Ég lýsti því yfir að mér þætti skynsamlegt að fara þá leið sem tillagan gerði ráð fyrir, að bjóða verkefnin út sameiginlega og láta rannsóknir ráða hvaða verk verður tilbúið fyrst til framkvæmda. Ég man vel eftir þeim þáltill. sem flokksbróðir minn, sá ágæti maður Sverrir Sveinsson gekkst fyrir þegar hann var varaþm. hér á Alþingi. Ég samgleðst honum og öðrum sem sjá nú eftir áratug árangur af framsýni sinni. Ég hef í raun engu við það að bæta en óska þeim til hamingju með að sjá árangur af verkum sínum. Ég minnist þessara tillagna á sínum tíma og hef vafalaust stutt þær þó að ég sé búinn að gleyma atkvæðagreiðslu um þau mál.