Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 16:39:39 (4524)

2000-02-17 16:39:39# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[16:39]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég hafi svarað þessu öllu áðan en mér skilst að hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson langi aðallega til að tala við ráðherrann en ekki mig, en ég get rætt þetta við hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson. Enn og aftur munum við þingmenn Reykjaness auðvitað vinna að því að fá flýtingu á framkvæmdum við Reykjanesbraut, við allir 12, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Það er alveg klárt eins og þingmaðurinn veit. Sem betur fer hefur þetta mál verið unnið án þess að menn færu að slá pólitískar keilur í málinu og þá er kannski von að ná árangri í því. Áður fyrr voru menn kannski ekki allir sammála en nú eru menn alveg sammála um málið sem betur fer.

En varðandi frestun framkvæmdanna, ég var ósáttur við það en samþykkti það hér og tók heils hugar undir bréfið frá Sigurði Geirdal og þeim félögum, framkvæmdastjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það er hægt að nota þessa peninga. Það vinnur á mótu þenslu að skera niður byggingarverkefni, það er ljóst. Það er þensla í þeim geira en ekki í jarðefnageiranum.