Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 17:32:03 (4545)

2000-02-17 17:32:03# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[17:32]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hæstv. ráðherra sem hann sagði í restina, en það er eitt af því að menn voru að ræða um Reykjanesbrautina. Hæstv. ráðherra dró í efa að það væri hagkvæmara að fá lán hjá verktökum eða fá einkafjármagn sem hluta af þessu.

Það sem við erum að tala um er eiginlega að flýta greiðslum frá 2007, 2008, 2009 og 2010 eitthvað fram í tímann og bjóða síðan út framkvæmdir í tvö til fjögur ár. Við erum að tala um það að ef verktakinn fær stórt verkefni getur hann boðið hagkvæmara verð upp á tryggingu fyrir tveggja til þriggja ára verkefni sem mundi jafna út fjármagnskostnaðinn. Ég held að það megi athuga þessa aðferð. Þetta er hagkvæmt bæði fyrir okkur sem erum að framkvæma og hins vegar verktaka sem vinna verkið.