Skipulag ferðamála

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 18:48:36 (4619)

2000-02-21 18:48:36# 125. lþ. 67.13 fundur 366. mál: #A skipulag ferðamála# (menntun leiðsögumanna) frv. 20/2000, forsrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[18:48]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, með síðari breytingu. Þetta frv. hefur einnig aðeins eitt markmið, að flytja yfirstjórn mála er varða menntun leiðsögumanna ferðafólks frá samgrn. til menntmrn.

Samkvæmt gildandi lögum er Ferðamálaráði falið að skipuleggja nám og þjálfun fyrir leiðsögumenn. Allt frá árinu 1991 hefur Menntaskólinn í Kópavogi þó annast kennslu í þessu fagi á grundvelli samnings við Ferðamálaráð. Þessi tilhögun hefur þótt gefa góða raun og almennt ýtt undir að nám sem starfsliði ferðaþjónustunnar stendur til boða verði eflt og tengt betur við almenna framhaldsmenntun í landinu. Af þeim sökum er lagt til að starfsmenntun leiðsögumanna verði sameinuð yfirstjórn annarrar framhaldsmenntunar undir yfirstjórn menntmrh. sem þá getur á grundvelli laga um framhaldsskóla sett um hana námskrá.

Að svo mæltu legg ég til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.