Réttarstaða örorku- og ellilífeyrisþega

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 18:56:22 (4707)

2000-02-22 18:56:22# 125. lþ. 68.9 fundur 259. mál: #A réttarstaða örorku- og ellilífeyrisþega# þál., MSv
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[18:56]

Margrét K. Sverrisdóttir:

Herra forseti. Ég vil að lokum þakka fyrir ágætar undirtektir við þessa þáltill. og fagna þeim góðu viðbrögðum sem hún hefur fengið hjá hv. þingmönnum. Ég vil sérstaklega taka undir það sem hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og hv. þm. Þuríður Backman sögðu um tekjutengingar. Þær eru úrelt hugsun. Þetta er brot á stjórnarskrá. Það er mannréttindabrot þegar mönnum er mismunað eftir hjúskaparstöðu. Við verðum að gera verulega bragarbót þarna á.

Einnig bentu hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson á erfiða stöðu sjómanna og bænda og ég tek heils hugar undir það. Ég treysti því að takast megi að hnekkja þessu óréttlæti, sérstaklega því sem felst í því að tengja lífeyrisréttindi við tekjur maka og vona að þáltill. fái rösklega afgreiðslu í heilbr.- og trn.