Húsgöngu- og fjarsölusamningar

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 15:57:15 (5534)

2000-03-21 15:57:15# 125. lþ. 83.15 fundur 421. mál: #A húsgöngu- og fjarsölusamningar# (heildarlög) frv. 46/2000, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[15:57]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að 12. gr. sé mjög mikilvæg grein og einmitt hvernig henni hefur verið fylgt eftir og tek undir það með hv. þm. að það er mikilvægt að málum verði þannig fyrir komið að korthafar þurfi ekki að bera skaða af ef kort þeirra eru misnotuð. Þetta er mál sem er til athugunar í nefnd sem er að störfum, ætli hún kallist ekki nefnd um rafeyri og greiðslukortastarfsemi. Þar koma mjög margir aðilar að sem tengjast þessu máli og hafa hagsmuna að gæta. Þetta er einmitt þar til umfjöllunar. Ég tel mjög mikilvægt að þarna náist niðurstaða sem allir geti sætt sig við.