Hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 16:11:13 (5889)

2000-04-04 16:11:13# 125. lþ. 89.13 fundur 263. mál: #A hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn# þál., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[16:11]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Þrátt fyrir ýmis fögur orð og fyrirheit er staðreyndin sú að barnadeildarhluta barna- og unglingageðdeildarinnar er lokað um helgar. Umkvörtunarefni aðstandenda þessara veiku barna, sem margir hverjir eru einir á báti, einstæðir foreldrar, var að þeir réðu ekki við þá stöðu mála.

Þetta er staðreynd. Enda þótt aukið fjármagn kunni að hafa verið sett inn í þessa starfsemi þá er þetta staðreynd. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og hér er sett fram ákveðin, afmörkuð lausn á þessu afmarkaða máli og spurt er hvort hv. þm. styðji hana.