Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 21:23:55 (6402)

2000-04-11 21:23:55# 125. lþ. 97.23 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[21:23]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekkert að víkjast undan því að ræða málið efnislega og fagna því að tækifæri gefist til þess. Á hinn bóginn vænti ég þess að hv. þm. og þingflokkur hans komi fram með brtt. og þá spyr ég einfaldlega og leita eftir því að þeim felldum, hvort þingflokkurinn muni þá ekki velja næstskástu leiðina og velja þó þær betrumbætur sem hér eru til staðar. Eða ætlar hann ekki að vera pólitískt með í málinu? Það er kjarni málsins, það getur enginn bannað neinum þingmönnum eða þingflokkum að koma fram með ýtrustu tillögur sínar, brtt., en að þeim felldum, ætla þeir að vera stikkfrí eða ætla þeir að vera með í þeirri framsókn til aukins lýðræðis sem hér er lagt upp með?

Ég vil líka vekja athygli á því, herra forseti, að hv. þm. talar um að halda Reykjavík í 22 mönnum, minnsta kjördæmið verður upp á sjö, það þýðir að hinn náttúrulegi þröskuldur í mannfæsta kjördæminu verður í kringum 13%, það þarf með öðrum orðum 13% til að fá mann kjörinn í mannfæsta kjördæminu. Í því fjölmennasta liggur prósentutalan sennilega í kringum 4%. Finnst mönnum þetta sérstaklega lýðræðislegt? Og er þetta sérstakt keppikefli smæsta þingflokksins á hinu háa Alþingi? Það er merkilegt.