Stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 13:38:25 (6467)

2000-04-12 13:38:25# 125. lþ. 98.2 fundur 407. mál: #A stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum# (flutningur aflahámarks) frv. 36/2000, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[13:38]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að undið verði ofan af svokölluðu gjafakvótakerfi og að veiðiheimildir verði boðnar út þannig að allir hafi jafnan rétt þegar kemur að aðgangi að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Sú brtt. sem við nú greiðum atkvæði um og lýtur að úthlutun veiðiréttar í norsk/íslenska síldarstofninum er í samræmi við meginhugmyndir Samfylkingarinnar um jafnræði við aðgang að auðlindinni og að menn eigi ekki að hafa rétt til að selja eða leigja það sem þeir hafa ekki greitt fyrir. Ég er því samþykk þessari tillögu.