Þjóðlendur

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 18:30:40 (6855)

2000-04-28 18:30:40# 125. lþ. 104.24 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[18:30]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Þó að hæstv. fjmrh. hafi skipað nefnd hinna hæfustu manna, þ.e. sem hafa góða og mikla þekkingu á málinu, getur hann lítið að því gert þó hann ráði ekki fyllilega við það hvernig þeir setja fram kröfur sínar. Þeir hljóta að gera það á grundvelli fræða sinna. Það er það sem ég hef verið að efast um að sé réttmætt og eðlilegt en við hljótum að treysta því réttarkerfi sem við höfum á Íslandi og sem ríkisstjórn og landslýðurinn vinnur eftir, og að þetta mál verði allt unnið eðlilega. Ég held ég vitni að lokum í Gunnlaugs sögu ormstungu, ég vona að ég verði ekki rekinn til baka með þá tilvitnun, að segja sem svo að við munum auðvitað verða að sjá til og vera tilbúin að bregðast við ef út af bregður um eðlilegt réttarfar í landinu nú eins og ævinlega, og vil segja eins og í Gunnlaugs sögu: ,,Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.``