Afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 10:51:05 (6876)

2000-05-04 10:51:05# 125. lþ. 105.91 fundur 477#B afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak# (aths. um störf þingsins), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[10:51]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Það er ekki takmörkun á málfrelsi að hv. þm. fari eftir þingsköpum og til þess verður að ætlast. (Gripið fram í.) Forseti vill aðeins taka ... (Gripið fram í.) Forseti biður hv. 13. þm. Reykv. að halda ró sinni. Forseti vill aðeins taka fram að það er viðkomandi nefndar að taka ákvarðanir um hvort mál eru afgreidd frá nefndum eða ekki og sömuleiðis er það gömul þingvenja að taka ekki mál á dagskrá þingfunda nema álit þingnefnda liggi fyrir. En forseti mun hins vegar að sjálfsögðu verða við ósk hv. 3. þm. Norðurl. e. um að taka þetta mál upp í forsn. og ræða það þar.