Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 18:14:57 (7051)

2000-05-08 18:14:57# 125. lþ. 108.5 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[18:14]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir því að sjóðfélagar kjósi stjórn yfir lífeyrissjóð sinn. Velflestir sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum hafa ekki möguleika á því að kjósa stjórn vegna þess að atvinnurekendur tilnefna helminginn af stjórnarmönnum og verkalýðshreyfingin tilnefnir hinn helminginn. Þar er lýðræði eins og margir þekkja ekkert sérstaklega beysið.

Ég tel að það sé skylda Alþingis sem skyldar Íslendinga til að borga í lífeyrissjóð að gefa því sama fólki möguleika á því að hafa áhrif á það hvernig fjármagni þess er varið. Ég segi já.