Þjóðlendur

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 10:49:08 (7345)

2000-05-10 10:49:08# 125. lþ. 112.1 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[10:49]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Miklar deilur hafa risið um framkvæmd laganna um þjóðlendur. Þessi tillaga kveður á um að framkvæmdin verði stöðvuð og fjmrh. verði falið að móta nýjar verklagsreglur fyrir kröfugerð ríkisins til þjóðlendna og endurvinna trúnað í vinnu þessa mikilvæga máls. Ég vek athygli á því, herra forseti, að gagnrýni hefur ekki aðeins komið frá hlutaðeigandi landeigendum og öðrum, heldur einnig frá einstökum þingmönnum og hæstv. landbrh. Ég legg því áherslu á að þetta bráðabirgðaákvæði verði samþykkt.