Kosningar til Alþingis

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:28:06 (7361)

2000-05-10 11:28:06# 125. lþ. 112.9 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:28]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Alveg frá því farið var að ræða nýja kjördæmaskipan á síðasta kjörtímabili, beitti ég mér fyrir því á Alþingi að málinu yrði beint inn í annan farveg en þann sem varð fyrir valinu og endaði með þeim tillögum sem hér liggja fyrir og verið er að greiða atkvæði um. Til að draga úr skaðanum leggjum við til að suðvesturhorninu verði m.a. skipt upp á annan veg en tillaga er gerð um, m.a. verði Reykjavík ekki skipt upp í tvö kjördæmi. Það er sannfæring mín að um þessa tilhögun yrði miklu meiri sátt. Þess vegna styð ég þessa tillögu sem málamiðlun sem sátt gæti orðið um, meiri sátt en um þá tillögu sem meiri hlutinn leggur til.