Kjör einstæðra foreldra

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 14:17:52 (194)

1999-10-07 14:17:52# 125. lþ. 5.2 fundur 19. mál: #A kjör einstæðra foreldra# beiðni um skýrslu frá félmrh., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[14:17]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta var mjög athyglisvert og ég tek undir það með hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur að það er undarlegt að félmrh. sé að hafa um það að kanna hvernig kjör þessa þjóðfélagshóps eru. Hins vegar lagði hann mikla áherslu á að þetta væri mikilvæg beiðni og mikilvægar upplýsingar. Þess vegna segi ég að auðvitað er mikilvægt fyrir félmrn. að fá þær upplýsingar sem beðið er um. Það ætti raunar að vera í miklu ríkari mæli frumkvæði ráðuneytanna að kanna þau kjör sem við þingmenn erum oft að biðja um að borin sé fram skýrsla um. Vegna orða hans um að Alþingi eigi að greiða fyrir vinnuna við skýrslu sem þingmenn biðja um þá held ég að stjórnarflokkarnir ættu að setjast yfir það hvernig þeir skipa málum í fjárlögum og sé það e.t.v þannig að ef þetta er svona erfitt að það sé sérliður á fjárlögum sem að sjái um greiðslur fyrir skýrslur. En að hafa um málið eins og hér gerðist er mjög athyglisvert.