Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 17:08:30 (252)

1999-10-07 17:08:30# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[17:08]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég gat ekki skilið orð hæstv. utanrrh. öðruvísi hér áðan en svo að hann teldi að nema mætti úr gildi lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Í framhaldi af því skildi ég það svo að hann teldi varla eðlilegt að svo stór mál, virkjanir stórra vatnsfalla eins og Jökulsá á Fljótsdal, færu til skipulagsstjóra og síðan í úrskurð umhvrh. Þessum málum væri betur komið inni á þingi. Ég efast um þau vinnubrögð og tel að það sé ekki í samræmi við nútímavinnubrögð að viðhafa þann gang, enda eru virkjanaleyfin þegar að því kemur að veita virkjanaleyfi, veitt í þessum sal. Ég held að það sé þinginu alveg nóg verkefni.